Beint í aðalefni

Hvenær er besti tíminn til að heimsækja Þýskalandi?

Ferðaráðleggingar

Upplýsingarnar á þessari síðu eru byggðar á fyrri meðaltölum og endurspegla hugsanlega ekki núverandi skilyrði. Hafðu samband við yfirvöld á svæðinu til að fá nýjustu ferðaráðleggingar

Lesa meira

Besti tíminn til að heimsækja Þýskaland er frá maí til september. Þrátt fyrir stöku skúrir gera hlýtt veður og langir dagar þessa mánuði tilvalinn tíma til þess að kanna allt það sem Þýskaland hefur upp á að bjóða.

Veðrið er alla jafna milt og þægilegt seinni hluta vorsins, áður en meðalhitinn fer að og upp fyrir 20°C í júní, júlí og ágúst. Heitasta loftslagið er í borgum eins og Frankfurt og Offenbach, en í Berlín er hlýtt – þótt gjarnan rigni – yfir sumarmánuðina. Ef við lítum fram hjá veðrinu er margt til að fagna í Þýskalandi á milli maí og september. Nefna má Hafengeburtstag-hátíðina í Hamborg, Karneval í Berlín eða heimsfrægu hátíðina Oktoberfest í München, svo gestir geta fundið meira en nóg að gera í heimsókn sinni.

Veður- og ferðaábendingar fyrir Þýskalandi eftir mánuði

Janúar er kaldasti og myrkasti mánuðurinn í Þýskalandi, en þá eru dagarnir stuttir og hitastigið getur verið rétt yfir frostmarki. Ekki er allt í myrkri og sút – kalt loftslagið skapar góðar aðstæður til skíðaiðkunar uppi í fjöllunum, og er frábær afsökun til að vera inni og njóta safna, gallería, verslana og veitingastaða Þýskalands.

Þótt Þýskaland njóti ekki sömu vinsælda hjá skíðafólki og sum nágrannalöndin, býður landið þó upp á frábæra dvalarstaði sem eiga heima á skíðakortunum, þar á meðal Garmisch-Partenkirchen, Harz-fjöllin og Allgäu. Í höfuðborginni er ekki eins kalt og í erlinum í skíðabrekkunum, en gestir ættu þó að búa sig vel – og geta gert það með stíl í janúar í Tískuvikunni í Berlín.

4°C

Hæsti

-0°C

Lægsti

17 dagar

Úrkoma

Veðrið í meirihluta Þýskalands í febrúar er örlítið hlýrra en í janúar – en gestir verða þó að hafa hlýju fötin með sér því hitinn nær sjaldan tveggja stafa tölu. Það er sérlega svalt nálægt Hamborg og strönd Eystrasaltsins, en það góða er að febrúar er einnig einn þurrasti mánuður landsins.

Kalt, þurrt veður og skólafríin í febrúar þýða að mesta ös ársins er í skíðabrekkum og á skíðasvæðum á þessum árstíma. Á meðan skíðavertíðin er á fullu í fjöllunum er einnig nóg af veislum í stórborgunum. ,Karnevalʻ-tímabilið byrjar í nóvember en nær ærslafengnum hátindi sínum í síðustu vikunni fyrir föstuna. Á þessum tíma má sjá aðalgötur í borgum eins og Köln, Mainz og Bonn breytast í sýningarsvæði fyrir skrúðgöngur, kjötkveðjuhátíðarhópgöngur og hópa af fólki klætt í búninga.

4°C

Hæsti

-2°C

Lægsti

14 dagar

Úrkoma

Þýskaland getur verið svolítið svalt til að byrja með í mars en í lok mánaðarins má finna fyrir ferskri tilfinningu vorsins. Þrátt fyrir að hitinn aukist og sólin láti oftar sjá sig er gáfulegt að hafa nóg af hlýjum fötum með sér – og kannski sólgleraugu til að nota á björtum vorsíðdegum.

Viðburðir eru fáir og lítið um mannþvögur í Þýskalandi í mars, fyrir utan ferðamannastrauminn sem kemur til Berlínar til að heimsækja Internationale Tourismus Börse (ITB) – heimsins stærstu ferðamálaráðstefnu. Annar viðburður sem ástæða er til að nefna er Hamburger Dom í Hamborg. Ekki er það bara eitt elsta tívolí í Evrópu – og á sér sögu allt til ársins 1329 – heldur er þetta líka eitt það stærsta, svo gestir mega búast við rússíbönum, tækjum, mat og fjöri fyrir alla fjölskylduna.

10°C

Hæsti

1°C

Lægsti

14 dagar

Úrkoma

Vorið er komið fyrir alvöru í Þýskalandi í apríl. Sólin skín og meðalhitinn í Þýskalandi er um 10°C fyrir mánuðinn, veðrið getur þó verið ófyrirsjáanlegt. Sólin getur skinið eina stundina og svo getur rignt þá næstu, svo skynsamlegt er að taka með sér regnhlíf og regnjakka.

En hvað sem rigningu og sólskini líður er nóg um viðburði og afþreyingu í þessum mánuði, en páskunum er fagnað víða um landið. Í apríl er listum fagnað í Berlín, með kvikmyndaviðburðum, klassískum tónlistarveislukvöldverðum og opnum helgum á listagalleríum. Sumum finnst Oktoberfest of fjarri og borgir eins og Stuttgart og München ákveða að opna kútana snemma á vorhátíðunum. Fólk getur klætt sig í lederhosen og dirndl á Maifest, sem markar endalok vetrarhátíða, eða skipt þeim út fyrir norna- og seiðskrattabúninga í þorpum Harz-fjalla, þar sem haldnar eru Walpurgisnacht-skrúðgöngur sem minna á hrekkjavöku.

14°C

Hæsti

5°C

Lægsti

14 dagar

Úrkoma

Meðalhitinn er í kringum 15°C í Þýskalandi í maí. Dálítið svalara er uppi við strandir Norðursjávar og Eystrasaltsins, en miðlæg og syðri svæði eins og Berlín og Bæjaraland rífa meðalhitann upp. Einnig má búast við skúrum, svo best er að hafa regnhlíf við höndina.

Hlýrra veðrið kemur tímanlega fyrir heimamenn svo þeir geta notið frídaga og hátíða í maí, sem byrja á frídegi verkalýðsins fyrsta dag mánaðarins. Það er sérlega mikið að gera í Berlín þennan dag, en götuhátíðir og kröfugöngur fylla stóran hluta borgarinnar. Seinna í mánuðinum minnir Berlín á Rio de Janeiro á hátíðinni Karneval der Kulturen – fjögurra daga hátíð sem fagnar fjölbreytileika borgarinnar – en í Hamborg er haldin hátíðin Hafengeburtstag með tónleikum, mörkuðum og flugeldum. Þeir sem vilja eitthvað lágstemmdara geta farið til Göttingen og notið óperu og klassískra tónleika á Händel-hátíðinni.

17°C

Hæsti

8°C

Lægsti

15 dagar

Úrkoma

Júní í Þýskalandi er oftast hlýr og sólríkur, og dagsbirtan getur þá teygt sig fram yfir 21:00. Heimamenn nýta veðrið með því að synda í vötnum og við nyrðri strandirnar, svo gestir skulu taka með sér sundföt og sólarvörn ef þeir vilja taka þátt í því. Gott er líka að geyma pláss í ferðatöskunni fyrir regnhlíf, því júní er mesti rigningarmánuður Þýskalands.

Nóg er af viðburðum í júní og sérstaklega mikið fer fyrir tónlist í mánuðinum. Það er eitthvað í boði fyrir alla, smitandi taktur á Africa Festival í Würzburg, kröftugur gítarleikur á Rock am Ring í Nürburgring eða sígild tónlist á Bachfest í Leipzig. Ef ekkert af þessu heillar er hægt að svipast um eftir ókeypis tónleikum í borgum víða um Þýskaland, en það er hluti af alþjóðlegu hátíðinni Fête de la Musique. Annar hápunktur er Kieler Woche, stór og vikulöng siglingahátíð í Kiel, sú stærsta sem fyrirfinnst.

21°C

Hæsti

11°C

Lægsti

15 dagar

Úrkoma

Hlýtt veður og langir dagar gera júlí að einum besta mánuðinum til að heimsækja Þýskaland. Þetta er hátindur ferðamannatímans í landinu, en þá fara heimamenn að vötnum og ströndum til að kæla sig niður því hitinn getur náð upp í 30°C. Heitt veðrið þýðir að einnig geta komið þrumuveður, því er best að pakka niður regnjakka með stuttbuxunum, stuttermabolunum og sundfötunum.

Partíklæðnaður er einnig nauðsynlegur fyrir heimsóknir til margra þýskra borga í júlí – sérstaklega þar sem sumar af stærstu LGBTQ+-gleðigöngum Evrópu eru haldnar þar. Þessar hátíðir – sem heimamenn kalla Christopher Street Day – draga hundruð þúsunda til borga eins og Berlínar, München og Kölnar. Gestir geta líka tekið þátt í fjörinu annars staðar í Þýskalandi – borgin Coburg lifnar við á hátíðinni Samba Festival, og í Hamborg eru diskóföt 8. áratugarins tekin fram á Schlagermove-götuskrúðgöngunni. Einnig eru rólegri viðburðir í boði, eins og óperutónleikar í Opernfestspiele í München, sígild tónlist á Schleswig-Holstein Musik Festival og nýjasta tískan á Tískuvikunni í Berlín.

24°C

Hæsti

14°C

Lægsti

16 dagar

Úrkoma

Meðalhitinn er í kringum 20°C og því er ágúst einn heitasti mánuðurinn í Þýskalandi. Best er að taka með sér föt til að nota þegar heitt er í veðri og einnig er gott að hafa með sér regnjakka því maður gæti lent í þrumuveðri síðdegis.

Margir heimamenn halda upp að ströndunum fyrir norðan til að nýta sumarveðrið í ágúst. Auk þess að njóta strandanna og svalrar hafgolunnar af Eystrasaltinu, er einnig gaman að koma við í Rostock og sjá flota glæsilegra seglbáta á Hanse Sail. Sunnar, í Stuttgart, breytist miðborgin í fjóra daga þegar Stuttgarter Sommerfest er haldin, með tónlist, skemmtun og mat. Við lok mánaðarins á viðburðurinn Lange Nacht der Museen sér stað í Berlín, en það er mjög sérstakt kvöld þegar söfn, kastalar og stjörnusalir höfuðborgarinnar opna dyrnar að sölum sínum og veröndum fyrir almenningi.

23°C

Hæsti

13°C

Lægsti

15 dagar

Úrkoma

Þótt september tákni tæknilega haustbyrjun í Þýskalandi teygir hlýja veðrið sig þangað frá sumrinu, svo hitastigið er þægilegt og dagarnir langir. Sólin skín á himninum og skólarnir eru byrjaðir hjá heimamönnum, svo september er frábær mánuður til að kynnast Þýskalandi og sækja heimsfræga viðburði þar.

Einn frægasti viðburðurinn er Oktoberfest – sem byrjar í september, þótt nafnið gefi annað í skyn. München er heimaborg upprunalegu og stærstu Oktoberfest-hátíðarinnar í heimi, en það má einnig finna bjórhátíðir – með skemmtunum og hefðbundnum þýskum mat – í borgum eins og Hannover, Stuttgart, Frankfurt og Berlín. Þeir sem vilja hvíld frá bjórtjöldunum geta (vonandi) notið sólarinnar í september á meðan þeir fylgjast með Berlínar-maraþoninu.

18°C

Hæsti

10°C

Lægsti

13 dagar

Úrkoma

Veðrið í Þýskalandi í október getur verið svolítið ófyrirsjáanlegt, en alla jafna er það nokkuð milt. Enn má búast við nokkrum sólríkum dögum en svalt og ferskt andrúmsloftið þýðir að meira þarf af útifötum þegar ferðast er um Þýskaland. Þeir sem vilja klæðast eins og heimamenn geta notað dirndl og lederhosen á meðan Oktoberfest er kláruð með stæl í september.

Nóg er að gera í Þýskalandi þegar bjórhátíðirnar hætta. Í München er bjórtjöldum og krúsum pakkað niður og borgin heldur árlegt maraþon snemma eða um miðjan október. Í Frankfurt geta bókmenntaunnendur tekið þátt í stærstu bókamessu í heimi, en í Berlín er hægt að sjá þekktustu kennileitin upplýst á ljósahátíðinni Festival of Lights.

14°C

Hæsti

7°C

Lægsti

14 dagar

Úrkoma

Í nóvember má sjá fyrstu merki um veturinn í Þýskalandi. Meðalhitinn fer niður fyrir tíu gráðurnar og búast má við köldu, blautu og vindasömu veðurfari. Grár himinninn hefur þó sína kosti – ferðamannaösin er liðin hjá í nóvember og þá er hægt að nýta sér styttri raðir við helstu ferðamannastaði Þýskalands.

Hægt er að heimsækja Brandenborgarhliðið, Reichstag-ríkisþinghúsið og safnaeyjuna Museuminsel í Berlín, auk þess sem nokkrir viðburðir eru á svæðinu. JazzFest Berlín býður upp á lifandi tónleika, kvikmyndir og fyrirlestra, en seinna í nóvember er í München Tollwood Winterfestival-vetrarhátíðin – menningarsamkoma með tónlist og list, mat og mörkuðum, og vistvænum áherslum.

9°C

Hæsti

4°C

Lægsti

15 dagar

Úrkoma

Vetrarkuldinn kemur í desember í Þýskalandi. Best er að taka með sér föt fyrir meðalhitastig rétt fyrir ofan frostmark – eða fyrir neðan það á Alpasvæðum. Fyrir þá sem láta sig dreyma um hvít jól er möguleiki á snjó í Bæjaralandi í desember, og líkurnar aukast eftir því sem hærra er farið upp í fjöllin.

Þrátt fyrir kalt veður heimsækja margir frægu jólamarkaðina sem eru haldnir víða um landið. Bæjartorg eru þá undirlögð af timburkofum í sveitastíl þar sem boðið er upp á hefðbundinn jólamat, handgerðar gjafir og nóg af heitri jólaglögg. Christkindlesmarkt í Nürnberg, Striezelmarkt í Dresden og Gendarmenmarkt í Berlín eru á meðal stærstu og bestu jólamarkaða Evrópu. Þegar gestir hafa fengið nægju sína af jólagleðinni geta þeir búið sig undir að fagna áramótunum – sem eru af heimamönnum kölluð Silvester – með flugeldum og veislum um allt Þýskaland.

6°C

Hæsti

2°C

Lægsti

17 dagar

Úrkoma

Veður og hitastig í Þýskalandi

Besta veðrið í Þýskalandi er á milli maí og september. Hitastig og aðstæður breytast á þessum tíma, en alla jafna má búast við hlýju veðurfari og löngum dögum – sérstaklega í júlí og ágúst, en það eru tveir heitustu mánuðirnir í Þýskalandi. Hitastigið í borgum eins og Berlín og Frankfurt getur farið upp fyrir 30°C á þessum tíma. Maí og júní bjóða upp á mildara veður sem hentar vel fyrir útivist, en september er merkilega hlýr á meðan sumarið verður að hausti. Veðurspáin á milli maí og september ætti að vera ánægjuleg lesning, en einnig er gott að hafa með sér regnhlíf því búast má við vorskúrum og þrumuveðri á sumrin.

jan feb mar apr maí jún júl ág sept okt nóv des
Berlín Hæsti 3°C 4°C 9°C 15°C 19°C 22°C 26°C 25°C 19°C 14°C 9°C 6°C
Lægsti -1°C -3°C 0°C 4°C 8°C 11°C 14°C 13°C 10°C 6°C 3°C 1°C
Úrkoma 17 dagar 14 dagar 15 dagar 14 dagar 15 dagar 15 dagar 16 dagar 15 dagar 14 dagar 15 dagar 16 dagar 17 dagar
München Hæsti 4°C 2°C 10°C 14°C 17°C 21°C 24°C 24°C 18°C 13°C 8°C 6°C
Lægsti -1°C -5°C -0°C 4°C 8°C 11°C 14°C 13°C 9°C 6°C 2°C -1°C
Úrkoma 17 dagar 14 dagar 15 dagar 14 dagar 15 dagar 15 dagar 16 dagar 15 dagar 14 dagar 15 dagar 16 dagar 17 dagar
Hamborg Hæsti 4°C 4°C 9°C 13°C 17°C 19°C 23°C 22°C 18°C 14°C 9°C 6°C
Lægsti -0°C -1°C 1°C 3°C 8°C 10°C 13°C 12°C 10°C 7°C 4°C 2°C
Úrkoma 17 dagar 14 dagar 15 dagar 14 dagar 15 dagar 15 dagar 16 dagar 15 dagar 14 dagar 15 dagar 16 dagar 17 dagar
Frankfurt am Main Hæsti 5°C 4°C 11°C 15°C 18°C 22°C 26°C 24°C 19°C 14°C 9°C 7°C
Lægsti 1°C -1°C 2°C 6°C 9°C 12°C 15°C 14°C 11°C 8°C 4°C 2°C
Úrkoma 17 dagar 14 dagar 15 dagar 14 dagar 15 dagar 15 dagar 16 dagar 15 dagar 14 dagar 15 dagar 16 dagar 17 dagar
Köln Hæsti 6°C 5°C 10°C 14°C 17°C 20°C 23°C 23°C 18°C 15°C 10°C 8°C
Lægsti 1°C -1°C 2°C 5°C 8°C 11°C 14°C 13°C 10°C 8°C 5°C 3°C
Úrkoma 17 dagar 14 dagar 15 dagar 14 dagar 15 dagar 15 dagar 16 dagar 15 dagar 14 dagar 15 dagar 16 dagar 17 dagar
Düsseldorf Hæsti 6°C 5°C 11°C 15°C 18°C 21°C 24°C 23°C 19°C 15°C 10°C 8°C
Lægsti 2°C -0°C 2°C 5°C 9°C 11°C 15°C 14°C 11°C 8°C 5°C 4°C
Úrkoma 17 dagar 14 dagar 15 dagar 14 dagar 15 dagar 15 dagar 16 dagar 15 dagar 14 dagar 15 dagar 16 dagar 17 dagar

Veðurupplýsingar frá Forecast.io

Kostnaður við að dvelja í Þýskalandi

Viltu ferðast á hagkvæman hátt? Hér getur þú séð hvað það kostar að dvelja í Þýskalandi í hverjum mánuði fyrir sig.

    0 43 86 129 172
  • RUB 11.242 jan
  • RUB 11.072 feb
  • RUB 11.857 mar
  • RUB 12.207 apr
  • RUB 13.210 maí
  • RUB 13.321 jún
  • RUB 12.632 júl
  • RUB 12.499 ág
  • RUB 13.976 sept
  • RUB 13.051 okt
  • RUB 12.236 nóv
  • RUB 12.726 des
    0 43 86 129 172
  • RUB 9.005 jan
  • RUB 9.341 feb
  • RUB 9.631 mar
  • RUB 9.940 apr
  • RUB 10.698 maí
  • RUB 11.167 jún
  • RUB 12.081 júl
  • RUB 12.001 ág
  • RUB 11.066 sept
  • RUB 10.772 okt
  • RUB 9.974 nóv
  • RUB 11.533 des
    0 43 86 129 172
  • RUB 4.061 jan
  • RUB 4.309 feb
  • RUB 4.795 mar
  • RUB 5.317 apr
  • RUB 6.074 maí
  • RUB 6.185 jún
  • RUB 5.998 júl
  • RUB 5.657 ág
  • RUB 6.574 sept
  • RUB 5.465 okt
  • RUB 4.826 nóv
  • RUB 5.616 des
    0 43 86 129 172
  • RUB 12.682 jan
  • RUB 12.473 feb
  • RUB 12.848 mar
  • RUB 12.763 apr
  • RUB 13.997 maí
  • RUB 14.503 jún
  • RUB 16.229 júl
  • RUB 15.835 ág
  • RUB 14.159 sept
  • RUB 13.995 okt
  • RUB 12.889 nóv
  • RUB 17.010 des
    0 43 86 129 172
  • RUB 8.579 jan
  • RUB 8.743 feb
  • RUB 9.134 mar
  • RUB 9.303 apr
  • RUB 9.906 maí
  • RUB 9.883 jún
  • RUB 10.175 júl
  • RUB 10.283 ág
  • RUB 9.875 sept
  • RUB 9.599 okt
  • RUB 8.808 nóv
  • RUB 9.850 des

Bestu staðirnir til að heimsækja í Þýskalandi

Kíktu á vinsælustu borgirnar, staðina og afþreyinguna í Þýskalandi!

Þetta hafa aðrir ferðalangar að segja um fríið sitt í Þýskalandi